Blái naglinn stofnar rannsóknarsjóð

Jóhannes Valgeir Reynisson, upphafsmaður Bláa naglans.
Jóhannes Valgeir Reynisson, upphafsmaður Bláa naglans. Rax / Ragnar Axelsson

„Það er hafið yfir allan vafa hvert peningarnir eru að fara,“ segir Jóhannes Valgeir Reynisson, upphafsmaður Bláa naglans, en á haustráðstefnu átaksins sem fór fram í dag kynnti hann sjóð sem stofnaður verður til rannsókna á annars vegar ristilkrabbameini og hins vegar krabbameini í blöðruhálskirtli.

„Það verður úthlutað úr sjóðinum árið 2016 og mun peningurinn fara annars vegar til grunnrannsókna og hins vegar til klínískra rannsókna,“ segir Jóhannes. „Við erum þarna að búa til sjóð sem er eyrnamerktur þessum sjúkdómi. Það er enginn svona sjóður til þar sem öruggt er að peningarnir fari í þetta. Fjárþörfin fyrir þessar greinar er mikil og því er vinnsla að þessum sjóði í fullum gangi núna. Það verður að öllum líkindum komin heildarmynd á þetta í byrjun október.“

Eins og áður sagði fór haustráðstefna Bláa naglans fram í dag. Fjallað var um krabba­meins­rann­sókn­ir og meðferð á krabba­meini hér­lend­is og komu fram færustu sérfræðingar hér á landi og héldu erindi. Þá kom pró­fess­or­inn Ian Banks, sem er for­seti Europe­an Mens Health For­um, sérstaklega til landsins til að halda fyrirlestur á ráðstefnunni.

Frétt mbl.is: Ræða um krabbamein á mannamáli

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert