Málvillur má heyra í hverjum fréttatíma

Útvarpshúsið í Efstaleiti.
Útvarpshúsið í Efstaleiti. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Í hverjum fréttatíma Ríkisútvarpsins má heyra alvarlegar málvillur, svo sem á beygingum orða og framburði eða að ekki sé farið rétt með orðatiltæki. Mér þykir þetta miður og sérstaklega slæmt þar sem lög um Ríkisútvarpið kveða á um að leggja skuli sérstaka rækt við íslenska tungu.“

Þetta segir Tryggvi Gíslason magister og fyrrverandi skólameistari í Morgunblaðinu í dag. Sem dæmi um hrakandi íslensku í Ríkisútvarpinu segir Tryggvi að nýlega hafi þar verið talað um að eitthvað hefði komið upp úr krafsinu, þegar átt var við að ákveðin sannindi urðu ljós. Um það sé sagt „að eitthvað komi upp úr kafinu“ en hins vegar að hafa eitthvað upp úr krafsinu þegar menn fá umbun erfiðis síns eða bera eitthvað úr býtum.

„Já, ég hef komið athugasemdum vegna íslensks máls í fréttum Ríkisútvarpsins á framfæri við Ríkisútvarpið, svo sem við Brodda Broddason varafréttastjóra og Boga Ágústsson, þann fréttamann sem lengstan starfsaldur hefur. Og það verður að segjast eins og er að athugasemdum mínum hefur ekki verið tekið vel og af litlum skilningi,“ segir Tryggvi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert