Saksóknari „lækar“ ummæli um lekamálið

Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari.
Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari. mbl.is/Ómar Óskarsson

Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari og saksóknari í lekamálinu, setti í gær „like“ við stöðuuppfærslu Þórðar Snæs Júlíussonar, ritstjóra Kjarnans. Þórður Snær lýsir þar skoðun sinni á samsæriskenningu á einum anga lekamálsins. 

Vísar Þórður Snær í blogg Páls Vilhjálmssonar undir fyrirsögninni: „Vinstrimaður á ráðuneytisvef klukkan 05:39 og samrærið.“ Svo vitnar Þórður Snær í bloggið:

"Líklegast er að heimildamaður Jóns Bjarka sé vinstrimaður, ráðinn til innanríkisráðuneytisins í tíð vinstristjórnarinnar, og að viðkomandi vinstrimaður starfi sem moldvarpa í þágu vinstrimeirihlutans sem almenningur flæmdi frá völdum vorið 2013". Páll Vilhjálmsson með alveg dásamlega samsæriskenningu. Hlutir verða eiginlega ekkert fyndnari en þetta. 

Kann að gera saksóknara vanhæfan

Björgvin Þorsteinsson, lögmaður, segir að ef ríkissaksóknari tjáir skoðun sína á málinu með slíkum hætti, kunni það að gera hann vanhæfan.  

„Saksóknarar eiga að vera að nokkru leyti hlutlausir. Það hvílir á þeim skylda til að rannsaka, bæði til að sanna sekt og sakleysi manna. Þeir eiga ekkert að tjá sig um slík málefni opinberlega þar sem þeir lýsa afstöðu sinni,“ segir Björgvin. Um hæfi saksóknara gilda sömu reglur og um hæfi dómara í 6.gr. laga um meðferð sakamála

Segir „lækið“ ekki tengjast málinu

Helgi Magnús segir like-ið ekki tengjast sakamálinu sem hann fáist við. 

„Þetta var bara skondin fyrirsögn, og stundum fer umræðan um þetta mál út í það að vera grátbrosleg, en það hefur ekkert með sakamálið sjálft að gera. Það hefur verið húmorinn sem varð til þess að ég ýtti á like-takkann.“

Helgi telur þetta ekki hafa nein áhrif á hæfi sitt. „Það er hægt að gera eitthvað úr öllu svona. Þetta er svosem ágætis ábending til mín. Ég get þó sagt að það er ekki djúp pæling á bakvið þetta. Ég var bara að sjá húmorinn í fyrirsögninni. Ég hef ekki afsalað mér skopskyninu þótt ég fari með sakamál,“ segir Helgi. 

Facebookfærsla Þórðar Snæs:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert