Þór reynir aftur í dag

Varðskipið Þór tekur á því á strandstað Green Freezer í …
Varðskipið Þór tekur á því á strandstað Green Freezer í gær. mbl.is/Albert Kemp

Varðskipið Þór mun gera aðra tilraun í dag til að draga flutningaskipið Green Freezer af strandstað í Fáskrúðsfirði.

Olíuskip er á staðnum og átti að létta flutningaskipið í nótt svo auðveldara yrði að ná því á flot.

Varðskipið Þór reyndi að draga Green Freezer af strandstað í gærmorgun en skipið sat það fast að hluti dráttartaugarinnar slitnaði. Auðunn segir að reynt verði aftur þegar skipið hafi verið létt og dráttarbúnaðurinn endurbættur. Áformað er að draga skipið til hafnar á Fáskrúðsfirði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert