Búist við stormi í dag

Búist er við stormi á Suðvestur- og Vesturlandi í dag.
Búist er við stormi á Suðvestur- og Vesturlandi í dag. Rax / Ragnar Axelsson

Búist er við stormi á Suðvestur- og Vesturlandi í dag. Á höfuðborgarsvæðinu má gera ráð fyrir  vaxandi suðaustanátt, 13-18 m/s með morgninum og rigningu. Snýst í suðvestan 5-10 með skúrum í kvöld. Hiti 7 til 12 stig.

Veðurhorfur á landinu í dag og næstu daga: 

Vaxandi suðaustanátt, 15-23 m/s í dag og rigning SV- og V-lands, en sunnan 8-15 NA-til og úrkomulítið. Snýst í suðvestan 5-10 vestast með skúrum í kvöld. Hiti 7 til 13 stig.

Á mánudag:
Suðvestan 5-13 m/s og skúrir, en léttir til NA- og A-lands. Hiti 7 til 13 stig, hlýjast á A-landi.

Á þriðjudag:
Suðvestan og vestan 5-10 m/s og skúrir, en léttskýjað austantil. Hiti 7 til 12 stig. Hægari undir kvöld, þurrt í veðri og kólnar.

Á miðvikudag:
Austan og suðaustan 8-13 m/s. Rigning á S- og V-landi. Þurrt fyrir norðan og austan framan af degi, síðan dálítil væta þar. Hiti 6 til 12 stig.

Á fimmtudag:
Sunnan hvassviðri með rigningu, mest úrkoma á S-verðu landinu. Hiti 7 til 13 stig.

Á föstudag og laugardag:
Útlit fyrir suðvestanátt með skúrum, en yfirleitt þurrt á N- og A-landi. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast NA-lands

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert