Enn skelfur Bárðarbunga

Skálinn við Drekagil. Vísindamenn hafa þar aðsetur en stutt er …
Skálinn við Drekagil. Vísindamenn hafa þar aðsetur en stutt er í gosstöðvarnar mbl.is/Árni Sæberg

Sjálfvirkt staðsettir skjálftar frá miðnætti eru um þrjátíu, flestir á svæðinu kringum norðvestur Vatnajökul. Fjórir stærstu skjálftarnir voru allir í norðurhluta Bárðarbunguöskjunnar. Þeir voru kl. 00.57, 4,8 að stærð, kl. 2.21, 3,8 að stærð, kl. 3.05, 3,7 að stærð og kl. 3.30, 3,4 að stærð. 

Ekki er að sjá neinar breytingar á gosinu í Holuhrauni á vefmyndavélum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert