Flugi aflýst vegna fugls í hreyfli

Vélin í drætti frá landgangi á flugstöðinni Kastrup í Kaupmannahöfn.
Vélin í drætti frá landgangi á flugstöðinni Kastrup í Kaupmannahöfn. Ljósmynd/Gísli Reynisson

Flugi Icelandair sem átti að fara frá Kaupmannahöfn til Íslands fyrr í dag var aflýst. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir ástæðuna vera fugl sem fór í hreyfil vélarinnar. 

„Við komuna til Kaupmannahafnar í morgun þá fór fugl í hreyfil svo vélin er til skoðunar og viðgerða og verður þangað til á morgun,“ segir Guðjón. 

Hann segir um 220 farþega hafa verið um borð í vélinni, en tæplega helmingur þeirra mun komast með öðrum flugum til Íslands í dag. Aðrir farþegar fengu hótelgistingu á kostnað Icelandair í nótt og munu komast leiðar sinnar á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert