Mengunarspá vegna gossins

Víða mátti sjá mistur á landinu í gær.
Víða mátti sjá mistur á landinu í gær. mynd/Albert Kemp

Í dag er útlit fyrir ákveðna sunnanátt og ætti að nást að skipta vel um loft yfir landinu en í gær mátti víða um land sjá mistur vegna eldgossins í Holuhrauni. 

Þó má búast við því að það gas sem kemur upp í eldgosinu í dag, berist jafnharðan til norðurs, yfir svæði sem afmarkast af Bárðardal í vestri að Öxarfirði í austri.

Ekki er hægt að útiloka mengun á stærra svæði, einkum framan af degi meðan vindur er að ná sér upp.

Á morgun er útlit fyrir suðvestanátt og þá berst mengunin til norðausturs, frá Þistilfirði suður á Hérað.

Upplýsingar frá Veðurstofu Íslands

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka