Einna verst að sofa í Leifsstöð

Horft yfir brottfararsalinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík.
Horft yfir brottfararsalinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

„Við vorum þrisvar áreittir af öryggisvörðum. Okkur var tvisvar sagt að liggja ekki á gólfinu, í þriðja skipti sparkaði öryggisvörður í farangur allra og blés í flautuna sína til að halda öllum vakandi.“

Flugstöð Leif Eiríkssonar hefur upp á margt að bjóða. Nú hefur hann ratað á lista vefsíðunnar Sleeping in Airports yfir flugvelli þar sem verst er að sofa. Listinn er fyrir árið 2013.

„Ef það að vekja fólk sem sefur á flugvöllum væri íþrótt, þá væru öryggisverðirnir hér þaktir verðlaunapeningum,“ segir einnig í umfjöllun síðunnar um flugvöllinn íslenska. Þar segir að öryggisverðirnir muni finna fólkið, alveg sama hversu oft það færir sig eða reynir að fela sig.

Á listann rata einnig Bergamo Orio al Serio Airport, Christchurch International Airport, Berlin Tegel Airport og Eindhoven Airport.

Sleeping in Airport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert