Einar hlaut heiðursverðlaun Danska augnlæknafélagsins

Einar Stefánsson
Einar Stefánsson Þorkell Þorkelsson

Einar Stefánsson, prófessor í augnlækningum við Læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir á Landspítalanum, hlýtur heiðursverðlaun Danska augnlæknafélagsins árið 2014 fyrir afar mikilvægt framlag til rannsókna í augnlæknisfræði á alþjóðavettvangi. Einar tók við verðlaunum á ráðstefnu Danska augnlæknafélagsins á Fjóni fyrir helgi en þar flutti hann jafnframt heiðursfyrirlestur.

Þetta kemur fram á vefsvæði Háskóla Íslands. Þar segir einnig að Einar sé afar mikilvirkur vísindamaður og meðal þeirra afkastamestu innan Háskóla Íslands. Hann sé meðhöfundur að um 200 greinum í ritrýndum vísindatímaritum og um 400 ritverkum og úrdráttum um augnlæknisfræði. Hann sé jafnframt einn ritstjóra að 900 blaðsíðna bók um glerhlaup augans sem hið virta Springer-forlag gefur út í haust. Einar hefur unnið markvisst að rannsóknum á lífeðlisfræði og lyfjafræði augans og er mjög kunnur á alþjóðavettvangi fyrir störf sín.

Frétt á vef HÍ

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert