Leyfileg heildarveiði óákveðin

Sverrir Vilhelmsson

Ekki er búið að ákveða hversu margar rjúpur hver veiðimaður má veiða í ár, en veiðitímabilið hefst föstudaginn 24. október næstkomandi. Veiðidagarnir verða tólf talsins í ár. Samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun er talið að umhverfis- og auðlindaráðherra ákveði leyfilega heildarveiði fljótlega.

Margir veiðimenn vonast eftir auknum kvóta í ár, en samkvæmt talningu í vor hefur rjúpum fjölgað. Leyfileg heildarveiði í fyrra var 42.000 rjúpur og var miðað við 6-7 fugla á hvern veiðimann.

Meðal­fjölg­un rjúpna var 41% á milli ár­anna 2013 og 2014. Þess­ar niður­stöður eru í sam­ræmi við niður­stöðu rjúpna­taln­inga vorið 2013 en þær sýndu að fækk­un­ar­skeið sem hófst 2009-2010 lauk eft­ir aðeins tvö til þrjú ár. enda hafi rjúpum fjölgað samkvæmt talningu í vor.

Er þetta talið óvana­legt þar sem fyrri fækk­un­ar­skeið hafa varað í 5 til 8 ár og sam­kvæmt því átti næsta lág­mark að vera á ár­un­um 2015 til 2018.

Veitt verður fjórar helgar í vetur en þær eru:

Föstudagurinn 24. október, til og með sunnudeginum 26. október, föstudagurinn 31. október, til og með sunnudeginum 2. nóvember, föstudagurinn 7. nóvember, til og með sunnudeginum 9. nóvember og föstudagurinn 14. nóvember til og með sunnudeginum 16. nóvember.

Frétt mbl.is: „Rjúpu fjölg­ar víða um land“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert