Óstýrilátir nemendur eru oft skapandi

Benni Hemm Hemm unir sér vel við kennslu.
Benni Hemm Hemm unir sér vel við kennslu. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Benedikt Hermann Hermannsson tók í haust við starfi tónlistarkennara í Vesturbæjarskóla þar sem hann kennir nemendum í 1.-7. bekk. Benedikt er betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Benni Hemm Hemm en hann útskrifaðist sem tónlistarkennari úr listkennsludeild Listaháskóla Íslands í vor. Hann var með fordóma fyrir kennslunni en heillaðist af faginu eftir að hann byrjaði í náminu.

Meistaraverkefni Benedikts ber nafnið: „Áskoranir tónlistarkennara í skapandi skólastarfi : hvað gerist þegar lögð er til grundvallar ströng skilgreining á sköpun og stýring höfð í lágmarki?“ 

Honum finnst það að búa til hluti öflug leið til að læra margt. „Sú hugmynd er enn sprelllifandi að það sé ekki hægt að búa neitt til fyrr en þú ert búinn að læra öll undirstöðuatriðin. Ef ætlunin er að fara þessa leið þarf fyrst að læra að fara eftir fyrirmælum og haga sér og gera eins og manni er sagt. Þegar búið er að ná góðum tökum á því þarf mikið átak til að fara ekki eftir fyrirmælum. Þeir nemendur sem fara ekki eftir fyrirmælum og eru óstýrilátir eru oft skapandi því þeir eru ekki að gera það sem þeim er sagt, því þeir eru að gera eitthvað annað, eitthvað nýtt og óvænt. Þess vegna er mikilvægt að vita um hvað við erum að tala þegar við segjum að við viljum sköpun í skólakerfið. Ef við vitum ekki hvað orðið þýðir lendum við í vandræðum,“ segir Benedikt en óreiða getur fylgt sköpun.

Rými til þess að gera tilraunir, prófa sig áfram og gera mistök er mikilvægur þáttur í skapandi vinnu, segir hann. „Stundum getur ríkt óreiða og læti. Þannig lítur þetta bara út þegar verið er að búa eitthvað til,“ segir Benedikt í upplýsandi viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins sem kom út um helgina.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert