Tekur þátt í leiðtogafundi um loftslagsmál

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mun á morgun taka þátt í leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál í New York, en til fundarins er boðað af hálfu aðalframkvæmdastjóra SÞ í því augnamiði að sporna gegn neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga og varða veginn til Parísar á næsta ári þar sem ætlunin er að ná fram bindandi loftslagssamningi.

Fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu að Sigmundur Davíð muni ennfremur taka þátt í störfum allsherjarþings SÞ sem sett verður á miðvikudaginn, og viðburðum þeim tengdum.

Þá mun ráðherra halda erindi á ársfundi Íslensk-ameríska verslunarráðsins og flytja lokaorð á málþingi um vopnaviðskiptasamninginn sem Ísland fullgilti fyrst allra ríkja. Einnig mun forsætisráðherra kynna sér starfsemi íslenskra fyrirtækja í New York.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert