450 manns bíða afplánunar

Pláss er fyrir 164 fanga í fangelsum á Íslandi.
Pláss er fyrir 164 fanga í fangelsum á Íslandi. mbl.is/Brynjar Gauti

Rúmlega fimmfalt fleiri biðu afplánunar í fangelsum á Íslandi árið 2013 en árið 2006. Samkvæmt upplýsingum frá fangelsismálayfirvöldum bíða nú um 450 manns afplánunar.

Þar af eru um 390 sem þegar hafa fengið boðun um vistun í fangelsi. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að pláss er fyrir 164 fanga í fangelsum á Íslandi og þar af eru sex einangrunarpláss og þrír klefar á öryggisgangi.

Föngum sem bíða afplánunar hefur fjölgað hratt undanfarin ár. Árið 2006 biðu 105 dómþolar fangavistar en þeir voru 388 árið 2013. Í þessum tölum er einungis tekið tillit til þeirra dómþola sem ekki höfðu fengið boðun um fangelsisvist en nær daglega falla dómar þar sem dómþolar eru dæmdir til refsivistar í fangelsi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert