Dagur B með fullt fang bóka

Dagur B tók við bókakostinum í Borgarbókasafninu í dag.
Dagur B tók við bókakostinum í Borgarbókasafninu í dag. mbl.is/Árni Sæberg

 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, tók í dag við um 1.400 bókum frá Samtökunum '78. Bækurnar eru gjöf til Borgarbókasafnsins.

Samtökin '78 standa á tímamótum en nú á haustdögum flytur félagið í ný húsakynni að Suðurgötu 3 í Reykjavík eftir áralanga dvöl að Laugavegi 3.

Við þessi tímamót var á aðalfundi félagsins í mars 2014 einróma samþykkt að leysa upp þann hluta af bókasafni félagsins sem lýtur að kosti fræðibóka og skáldsagna. Jafnframt var ákveðið að færa Borgarbókasafni Reykjavíkur skáldsögurnar að gjöf en um er að ræða tæplega 1.400 titla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert