Hætta á mengun yfir Héraði

Spá um mengunarsvæðið í dag
Spá um mengunarsvæðið í dag Af vef Veðurstofunnar

Veðurfræðingar á Veðurstofu Íslands vara við því að mestar líkur séu á að gasið frá eldgosinu í Holuhrauni berist í dag til austurs yfir Hérað og Austfirði.

Í kvöld má búast við norðvestlægri átt og mengunar gæti því orðið vart á sunnanverðum Austfjörðum og á Höfn.

Samkvæmt veðurspá dagsins er spáð vestan 5-10 m/s og skúrir, en bjartviðri SA-lands. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast A-lands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert