Ríkisútvarpið hætti að misþyrma dagskránni

Vilhjálmur Bjarnason, alþingismaður.
Vilhjálmur Bjarnason, alþingismaður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég biðst vægðar fyrir hönd ágætra hlustenda útvarpsins. Ég bið um að ekki sé verið að skaka í dagskrárliðum sem hafa áunnið sér sess í langri dagskrá útvarpsins. Hingað og ekki lengra.“

Þetta sagði Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag. Vísaði hann þar til þeirrar ákvörðunar Ríkisútvarpsins að fella niður síðasta lag fyrir fréttir. Sagðist hann vera „gamalt og gott íhald, talsmaður gamalla og góðra gilda“ og þetta hefði valdið truflunum á lífi hans að undanförnu.

„Ég spyr hér og nú: Hvaða vanda hefur síðasta lag fyrir fréttir klukkan 12.17 valdið þjóðinni? Ég spyr hér og nú og velti fyrir mér hvort þessi stofnun muni halda áfram að misþyrma dagskránni.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert