Leitin ekki borið árangur

Christian Mat­hi­as Markus
Christian Mat­hi­as Markus mynd/​Lög­regl­an á Vest­fjörðum

Leit að þýskum ferðamanni sem hefur staðið yfir við Látrabjarg í dag hefur ekki borið árangur. Lögreglan á Vestfjörðum, björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar leituðu mannsins í dag og kvöld eftir að hafa fundið bifreið sem maðurinn ók við Látrabjarg í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni mun leit hefjast aftur í fyrramálið.

Maður­inn, sem heitir Christian Mat­hi­as Markus, og er fæddur árið 1980, sást síðast yf­ir­gefa hót­elið í Breiðuvík í Vest­ur­byggð þann 18. sept­em­ber sl. Fjöl­skylda manns­ins í þýskalandi fór að ótt­ast um Christian sl. laug­ar­dag og hafði sam­band við lög­regl­una á höfuðborg­ar­svæðinu og rík­is­lög­reglu­stjóra­embættið. 

Ef ein­hver hef­ur orðið var við ferðir Christians frá 18. sept­em­ber sl. þá ósk­ar lög­regl­an á Vest­fjörðum eft­ir þeim upp­lýs­ing­um í síma 450-3730 eða 112.

Frétt mbl.is: Leitað að þýskum ferðamanni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert