Sturla fékk frest fram í mars

Sturla Jónsson.
Sturla Jónsson. Kristinn Ingvarsson

„Þetta er frestur þangað til þeir reyna aftur að selja ofan af mér,“ segir Sturla Jónsson sem í dag fékk frest hjá sýslumanninum í Reykjavík til 1. mars næstkomandi. Hann segist ætla að nota frestinn til að undirbúa málaferli á hendur sýslumannsembættinu og tilteknum starfsmönnum þess.

Eins og greint var frá á mbl.is í gær reiknaði Sturla með því að hann yrði borinn út af heimili sínu um miðja vikuna. Sturla hefur tekið samskipti sín við sýslumannsembættið upp á myndbönd, birt á myndbandavefnum YouTube og hafa þau vakið mikil viðbrögð. Hann segir að starfsmenn embættisins hafi brotið gegn sér, meðal annars með því að hundsa gögn sem hann hefur lagt fram. „Ég hef því frest til þess að undirbúa málaferli gagnvart embættinu og þeim sem hafa komið að því við að reyna taka af mér heimilið.“

Sturla segist ætla að slaka á út vikuna en fara á fulla ferð í næstu viku.

Frétt mbl.is: „Engin lög virt hér á landi“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert