Níu hundruð hótelherbergi við Hlemm

CenterHotels Miðgarður er í hönnun.
CenterHotels Miðgarður er í hönnun. Tölvu­teikn­ing/​Sig­urður Hall­dórs­son hjá Glámu-Kím

Framkvæmdir eru hafnar við nýtt 150 herbergja hótel við Hlemm í Reykjavík. Hluti hótelsins verður í eldra skrifstofuhúsnæði, sem áður hýsti m.a. útibú Arion banka, sem verður endurnýjað. Hinn hlutinn verður í viðbyggingu.

Stefnt er að því að hótelið verði komið í fullan rekstur í júní 2016. Það verður það sjötta sem rekið er undir merkjum CenterHotels. Með nýja hótelinu og stækkun CenterHotels Skjaldbreiðar verður keðjan með alls 630 herbergi til útleigu fyrir ferðamenn frá og með sumrinu 2016.

Í umfjöllun um þessi hóteláform í Morgunblaðinu í dag segir Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri CenterHotels, að 40-50 herbergi verði tilbúin í Miðgarði í júní næsta sumar. Þau verða í skrifstofubyggingunni sem er nú þegar í notkun.

Við Hlemm er að rísa fjöldi hótela. Fyrir utan hótel Miðgarð er í byggingu 340 herbergja hótelturn í eigu Fosshótela á Höfðatorgi. Gegnt því hóteli mun önnur keðja opna 100 herbergja hótel í Þórunnartúni og á Hverfisgötu 103 er annað 100 herbergja hótel í byggingu. Með Miðgarði eru þetta alls 690 herbergi sem munu bætast á markaðinn á næstu tveimur árum, meirihlutinn þegar næsta sumar.

Við Hlemm er í rekstri eitt stærsta hostel landsins, Hlemmur Square, en þar eru 248 hostelrúm og 18 hótelherbergi. Þá eru 32 herbergi á 4th Floor Hotel við Hlemm og næsta sumar bætast 80 herbergi við þau 86 sem þegar eru á Hótel Kletti, steinsnar frá Hlemmi. Innan tveggja ára verða því samtals um 900 hótelherbergi og 248 hostelrúm við Hlemm. Við þetta bætist fjöldi íbúða sem leigðar eru til ferðamanna, meðal annars hjá Einholt Apartments í Einholti.

Í hönnun. CenterHotels Miðgarður.
Í hönnun. CenterHotels Miðgarður.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert