Bílslys á Reykjanesbraut

mbl.is/Hjörtur

Um klukkan 18 í kvöld bárust lögreglunni á Suðurnesjum tvær tilkynningar vegna umferðaróhappa á Reykjanesbraut. Slysin eru rakin til slæms veðurskilyrða.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum missti ökumaður stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún hafnaði á ljósastaur sem stendur við Reykjanesbraut. Lögreglumaður segir í samtali við mbl.is blindhríð hafa verið á vettvangi þegar óhappið átti sér stað.

Í hinu slysinu endaði bifreiðin utan vega eftir að hafa oltið.

Vegna þessara óhappa þurfti að kalla til sjúkrabifreið og var einn fluttur á sjúkrahús til skoðunar. Hann er ekki talinn vera alvarlega slasaður. Bifreiðarnar eru hins vegar mikið skemmdar.

Lögreglan vill brýna fyrir fólki að hafa hugann við akstur enda geta veðurskilyrði á þessum tíma árs fljótlega breyst til hins verra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert