Læknar kjósa um verkfall

Meðalaldur íslenskra skurðlækna er sagður of hár.
Meðalaldur íslenskra skurðlækna er sagður of hár. Wikipedia

Skurðlæknar kjósa um verkfallsaðgerðir í þessari og næstu viku eftir árangurslausan fund með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í gærkvöldi, að sögn Helga Kjartans Sigurðarsonar, formanns Skurðlæknafélags Íslands.

„Það er búið að ýta okkur út í þvingunaraðgerðir en verkfall þýðir að skurðstofurekstur leggst niður. Það verða engar skipulagðar aðgerðir, engar krabbameinsaðgerðir, eingöngu bráðatilvikum sinnt,“ segir Helgi, sem telur verkfall vera nauðvörn fyrir framtíð skurðlækninga á Íslandi.

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir vonbrigði að samningar lækna skuli hafa verið lausir í jafnlangan tíma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert