Látinn laus gegn tryggingu

Lögreglumenn í Taílandi. Hart er tekið á fíkniefnabrotum þar í …
Lögreglumenn í Taílandi. Hart er tekið á fíkniefnabrotum þar í landi. AFP

Íslenskur karlmaður sem handtekinn var í taílensku borginni Pattaya fyrir fíkniefnabrot 5. júní síðastliðinn hefur verið látinn laus gegn tryggingu. Það sér þó ekki ennþá fyrir endan á því hvenær dæmt verður í málinu að sögn Urðar Gunnarsdóttur, fjölmiðlafulltrúa utanríkisráðuneytisins, en maðurinn er ennþá staddur ytra. Taílenska lögreglan fann tvö grömm af metam­feta­míni í veski mannsins, sem er 38 ára, í kjölfarið á húsleit sem gerð var hjá taílenskum manni sem einnig var handtekinn sökum fíkniefnabrots.

Fjöl­miðlar í Taílandi hafa fjallað um málið og hef­ur maðurinn meðal annars verið nafn­greind­ur ytra og birt­ar af hon­um ljós­mynd­ir. Báðir einstaklingarnir sem handteknir voru bentu á hver fíkni­efna­sali þeirra væri og var ann­ar þeirra lát­inn hafa sam­band við hann og panta fíkni­efni. Þegar hann mætti á svæðið beið lög­regl­an og hand­tók mann­inn í kjöl­farið. Ræðismaður Íslands á Taílandi hef­ur heim­sótt Íslend­ing­inn og komið honum til aðstoðar.

Íslendingur handtekinn í Taílandi

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert