Málmur ryðgar vegna efna frá gosinu

Eldgosið í Holuhrauni er í fullum gangi.
Eldgosið í Holuhrauni er í fullum gangi. mbl.is/RAX

Bændur í Fljótsdal hafa orðið varir við að tæki þeirra ryðga óeðlilega hratt eftir að mengun frá eldgosinu í Holuhrauni tók að berast yfir svæðið. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun staðfestir að tærandi efni frá gosinu geti valdið þess. Fjallað er um málið á fréttavefnum Austurfrétt.

„Þetta er eins og ryð, það fellur á gljáandi eða fægða hluti sem ekki eru málaðir,“ segir Gunnar Jónsson, bóndi á Egilsstöðum í Fljótsdal, í samtali við fréttavefinn.

„Plógurinn var spegilfagur eftir sumarið og ekkert farið að falla á hann. Þegar ég fór að skoða hann þá var hann orðinn brúnn eins og hann er. Ég tók líka eftir dráttarkúlunni á bílnum mínum og þurrkuörmunum,“ segir hann ennfremur.

Haft er eftir Þorsteini Jóhannssyni, sérfræðingi á sviði náttúru hjá Umhverfisstofnun, að efni frá gosstöðvunum geti valdið þessu.

„Sum þeirra efna sem eru í gosmekkinum eru mjög tærandi þannig það er mjög sennilegt að tæring málma aukist við þessar aðstæður,“ segir hann.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert