Mikil úrkoma syðra en hlýindi fyrir norðan

Borgarstarfsmenn höfðu í nógu að snúast í gær við að …
Borgarstarfsmenn höfðu í nógu að snúast í gær við að halda niðurföllum hreinum. mbl.is/Golli

„Úrkoma hefur verið óvenjumikil um landið sunnan- og vestanvert í september, en sem stendur hafa engin met fallið,“ sagði Trausti Jónsson veðurfræðingur um miðjan dag í gær.

Ekki var þó alveg útséð með metin í september, sem í dag rennur sitt skeið, því úrkoma á nokkrum stöðvum var ekki langt frá þeim.

Er síðustu 30 dagar voru taldir í gær var úrkoman meiri en 170 millimetrar í Reykjavík, sem er nánast jafnmikið og mælst hefur mest áður í september. Þá ber að hafa í huga að veigamikill dagur á þessu 30 daga tímabili var 31. ágúst og hjálpar því ekki septembermánuði í metagrúski. Þann dag skráðist úrkoman 37,6 mm en ágústdagurinn úrkomusami dettur nú út úr 30 daga summunni og óvíst að annar ámóta komi í staðinn. Til að úrkomumet verði slegið þarf 33,4 mm úrkoma að mælast samtals síðdegis í gær og fyrir hádegi í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert