Sjávarhöll við höfnina

Í undirbúningi er opnun veitinga- og matarmarkaðar í Bakkaskemmu við …
Í undirbúningi er opnun veitinga- og matarmarkaðar í Bakkaskemmu við Reykjavíkurhöfn. Bakkaskemma er til hægri á myndinni. Ljósmynd/Íslenski sjávarklasinn

Veitinga- og matarmarkaður með sjávarafurðir verður opnaður í Bakkaskemmu við Reykjavíkurhöfn á næsta ári, gangi allt upp.

Stjórn Faxaflóahafna hefur samþykkt að hefja viðræður við Íslenska sjávarklasann um uppsetningu staðarins í samræmi við tillögur sem klasinn hefur lagt fram. Starfsemin mun ganga undir nafninu „Reykjavík Seafood Hall“.

Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans, segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að mikil gróska hafi verið í þróun matvæla hérlendis og áhugi fyrir fullvinnslu afurða, m.a. í tengslum við sjávarútveginn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert