Yfir 100 eldingar mælst við landið

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa margir hverjir orðið var­ir við þrum­ur og eld­ing­ar yfir borginni í kvöld. Ljós­leift­ur hafa verið á himni og mátti greinilega heyra háværar þrumur í námunda við höfuðstöðvar mbl.is og Morgunblaðsins við Hádegismóa.

Að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands er mikill kuldi í háloftunum en hlýrra loft nær jörðu. Fjöldinn allur af eldingum hefur fylgt þeirri lægð sem nú nálgast landið. Flestar þeirra hafa mælst suður og vestur af landinu en alls eru þær nú orðnar yfir 100 talsins.

Þá hafa þegar mælst nokkrar eldingar á landinu í dag, t.a.m. norðan Vatnajökuls, á Snæfellsnesi, við höfuðborgina og á Reykjanesi.

Mjög óstöðugt loft er nú við landið og mikið uppstreymi. Við þetta mynd­ast mik­il spenna sem losn­ar um þegar eld­ing­ar skjóta sér niður. Þrum­ur og eld­ing­ar eru því viðbún­ar í veðri eins og því sem nú geng­ur yfir landið

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert