Hafið trampólínin áfram tjóðruð

Samkvæmt heimildum mbl.is hafa lögreglumenn lítið annað gert en að …
Samkvæmt heimildum mbl.is hafa lögreglumenn lítið annað gert en að tína upp trampólín síðustu daga. Ljósmynd/Magnús Ásmundsson

Önnur lægð færist yfir landið á morgun samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands og má reikna með að næstu daga verði hvasst og vætusamt. Í fyrramálið mun ganga í hvassa austanátt með rigningu sunnan til á landinu og síðdegis má búast við slyddu um norðanvert land. Seint á morgun dregur úr vindi um landið norð-austanvert en áfram verður fremur hvasst í öðrum landshlutum.

Á föstudag tekur við vestanátt og gert er ráð fyrir að sérstaklega hvasst verði á norðanverðu landinu og jafnvel stormur. Á laugardag og á sunnudag á að vera heldur rólegra veður en talið er að væta verði víða um land. Á mánudag tekur vindurinn svo aftur við sér en þá er gert ráð fyrir norðaustan hvassviðri og áframhaldandi norðaustanátt. 

Veðurstofan segir því ekki tímabært að losa trampólínin úr tjóðrinu nema þá síður sé.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert