Leigh var ánægður með Vonarstræti

Breski leikstjórinn Mike Leigh sem er staddur hér á landi var ánægður með kvikmyndina Vonarstræti sem hann sá á hátíð í Toronto á dögunum, hann segir að hér á landi sé hefð fyrir sköpun sem sé frábært. mbl.is settist niður með Leigh og ræddi við hann um verk hans og nýjustu mynd hans Mr. Turner.  

Í dag veitir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Leigh heiðursverðlaun kvikmyndahátíðarinnar RIFF sem nú stendur sem hæst en Leigh hefur gert kvikmyndir í rúmlega fjóra áratugi og er margverðlaunaður á ferli sínum. 

Mr. Turner var sýnd á hátíðinni í gærkvöldi í troðfullu Háskólabíói þar sem Leigh ræddi við gesti að sýningu lokinni. Myndin fjallar um hluta af ævi breska nítjándu aldar málarans Joseph Turner sem þykir vera einn af meisturum breskrar myndlistar og fyrr á árinu fékk Timothy Spall verðlaun sem besti leikarinn í Cannes fyrir túlkun sína á Turner. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert