Mikil og víðtæk röskun

Skurðaðgerð á Landspítala.
Skurðaðgerð á Landspítala. mbl.is/Ásdís

Kosning um verkfallsaðgerðir lækna hefst á morgun en stjórn Læknafélags Íslands boðaði til atkvæðagreiðslunnar eftir árangurslausan fund með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara á mánudaginn.

Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélagsins, segir fullreynt að ná samningum. „Læknar hafa verið samningslausir í átta mánuði og enn ber töluvert á milli samningsaðila. Ég tel ljóst að samninganefnd ríkisins hafi ekki meira umboð til að semja við okkur.“

Í Læknafélagi Íslands eru um 750 félagsmenn en auk þeirra eru 100 læknar í Skurðlæknafélagi Íslands sem starfa fyrir hið opinbera á Íslandi. Komi til verkfalls lækna í þessum félögum er ljóst að mikil röskun verður á allri starfsemi spítala og heilbrigðisstofnana en skurðlæknar ganga einnig til atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir í vikunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert