Truflanir á starfsemi heimabanka

Verulegar truflanir hafa verið á starfsemi netbanka Landsbankans í morgun.
Verulegar truflanir hafa verið á starfsemi netbanka Landsbankans í morgun. Skjáskot af vef Landsbankans

Verulegar truflanir hafa verið á starfsemi netbanka Landsbankans í morgun og hafa viðskiptavinir átt í erfiðleikum með að skrá sig inn. Að sögn Kristjáns Kristjánssonar, upplýsingafulltrúa bankans, vinnur nú allur tiltækur mannskapur Landsbankans að því að koma netbankanum í lag.

Aðspurður segist Kristján ekki vita hversu lengi truflanirnar hafa staðið yfir en þeirra hefur líklega verið vart í nokkra klukkutíma. Einhverjir viðskiptavinir hafa komist inn í netbankann í morgun en aðrir ekki.

Kristján segir truflanirnar ekki koma til vegna álags, heldur svokallaðrar rekstrartruflunar. Í dag er 1. október og má því ætla að margir nýti sér netbankann til að borga reikninga eftir útborgun launa, millifæra og fleira.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert