96 mál enn í rannsókn

Skrifstofur embættis sérstaks saksóknara eru í Skúlagötu.
Skrifstofur embættis sérstaks saksóknara eru í Skúlagötu. mbl.is/Árni Sæberg

Sérstakur saksóknari hefur enn 96 mál til rannsóknar, þar af 39 hrunmál sem stefnt er að að ljúka fyrir áramót. Fjöldi annarra mála er í ákærumeðferð eða til meðferðar fyrir dómi, að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara. Hann segir að uppsagnir átta starfsmanna og lausn átta lögreglumanna frá embætti í vikunni muni tvímælalaust hafa áhrif á afköstin.

Alls hafa 637 mál verið tekin til rannsóknar af embætti sérstaks saksóknara.  Þar af hafa 187 mál verið send í ákærumeðferð en 330 málum hefur verið lokið með öðrum hætti.

„Það verður bara að segjast eins og er, að það er mjög bagalegt að fá niðurskurðinn á þeim tíma þar sem við erum að keppast við að reyna að ljúka þessu annars vegar og hins vegar þar sem við er að taka mannaflsfrek málsmeðferð fyrir dómi,“ segir Ólafur.

Ólafur segir mikla vinnu liggja að baki þeim málum sem hafa endað fyrir dómi og ekki hafi dregið úr álaginu hjá embættinu. Hann hefur verulegar áhyggjur af því að draga muni úr framleiðni og mál dragast á langinn vegna fækkunarinnar.

Ólafur segir í viðtali við Morgunblaðið í dag enga áætlun liggja fyrir um 2015, þar sem enn hafi engin ákvörðun verið tekin um tilhögun rannsókna og saksóknar í efnahagsbrotamálum til framtíðar. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert