Arion banki fellir niður gjaldið

Mynttalningavél í Arion banka.
Mynttalningavél í Arion banka. Mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er yfirsjón af okkar hálfu og við brugðumst við um leið og þetta kom í ljós,“ segir Bára Mjöll Þórðardóttir hjá samskiptasviði Arion banka um gjaldið sem tekið er fyrir not á mynttalningavél bankans. „Við teljum rétt að endurskoða þetta gjald og verður ekki tekið gjald í talningarvélum bankans næstu daga meðan ákvörðun um upphæð gjalds liggur ekki fyrir.“

Mbl.is sagði frá gjaldinu og Herdísi Herbertsdóttur sem sat eftir með 72 krónur eftir að hafa sett 1.062 kr. í smámynt í talningavél á vegum bankans. Bankinn tók 990 kr. fyrir veitta þjónustu þar sem Herdís var ekki í viðskiptum hjá bankanum.

Bára Mjöll segir gjaldið hafi verið sett á áður en talningavélarnar komu til sögunnar og aðeins var hægt að fara til gjaldkera til þess að láta telja mynt. Það hafi því verið yfirsjón af hálfu bankans að endurskoða ekki gjaldið þegar talningavélar voru teknar í notkun fyrir u.þ.b þremur árum.

Fella niður gjaldið og endurskoða gjaldskránna

Arion banki hefur fellt niður gjaldið á meðan unnið er að því að endurskoða gjaldskránna. Þeir sem eiga ekki í viðskiptum við bankann þurfa því ekki að greiða fyrir að nota talningavélarnar á meðan að ákvörðun um gjaldið liggur ekki fyrir.

Viðskiptavinir Arion banka geta áfram nýtt sér þjónustuna án gjalds en aðrir koma til með að þurfa að greiða hjá gjaldkera samkvæmt gjaldskrá þegar ákvörðun um gjald liggur fyrir.

Gjaldskráin nær ekki til barna sem koma með mynt í sparibaukum og greiða þau ekkert fyrir þessa þjónustu óháð því hvar þau eru í viðskiptum.

Frétt mbl.is: Sat eftir með aðeins 72 krónur

Bára Mjöll segir það vera yfirsjón af hálfu bankans að …
Bára Mjöll segir það vera yfirsjón af hálfu bankans að endurskoða ekki þjónustugjaldið þegar talningavélar voru teknar í notkun. Kristinn Ingvarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert