Slök meðaluppskera af kartöflum

Þótt ekki hafi verið teknar saman tölur um kartöfluuppskeruna í ár er áætlað að hún sé nálægt meðaltali. Góð uppskera er á Norðurlandi, Austurlandi og í Hornafirði.

Framan af sumri var útlit fyrir mjög góða uppskeru í Þykkvabæ og víðar á Suðurlandi en kartöflurnar „drukknuðu“ í rigningunum, eins og einn bóndi kemst að orði í umfjöllun um mál horfurnar í kartöfluræktinni í Morgunblaðinu í dag.

Afar léleg uppskera kom upp úr kartöflugörðum bænda á síðasta hausti, nema helst í Hornafirði. Nú voraði vel um allt land og vel leit út með uppskeru framan af sumri. Nýjar kartöflur komu óvenju snemma á markaðinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert