Íslandssýning í Smithsonian

Ari Trausti Guðmundsson.
Ari Trausti Guðmundsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um þessar mundir er verið að undirbúa veglega Íslandssýningu í Smithsonian-safninu í Washington, sem opnuð verður á næsta ári.

Þar verða til sýnis myndir eftir ljósmyndarann Feodor Pitcairn með textum Ara Trausta Guðmundssonar jarðfræðings. Um er að ræða bæði ljóð á ensku og staðreyndatexta um íslenska jarðfræði. Íslandsstofa og sendiráð Íslands í Washington hafa komið að verkefninu ásamt teymi á vegum Pitcairn.

Um 50 myndir verða á sýningunni en í tengslum við hana hefur verið gefin út bók, með um 140 myndum. Að sögn Ara Trausta er verið að leita að útgáfusamningum fyrir sjálfa bókina, sem einnig verður til sýnis í safninu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert