Ekki ákveðið hvenær leit verður hætt

Christian Mathias Markus.
Christian Mathias Markus. mynd/Lögreglan á Vestfjörðum

Markviss leit að þýska ferðamanninum Christian Mathias Markus hefur enn engan árangur borið. Síðast var leitað að honum á mánudag í þessari viku og tóku þyrla og varðskip Landhelgisgæslunnar þátt í leitinni.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Patreksfirði hefur ekki verið tekin ákvörðun um framhald leitarinnar og þá hefur heldur ekki verið ákveðið hvenær leit verður hætt.

Sex hópar voru við leit síðustu helgi og var einkum lögð áhersla á leit í fjörum. Síðast sást til mannsins hinn 18. september, eða fyrir tæpum mánuði. Bifreið sem maðurinn hafði leigt fannst mannlaus á bílastæðinu við Látrabjarg 23. september.

Vitað er að maðurinn hafði dvalið hér á landi í nokkra dagar áður en hann yfirgaf hótelið í Breiðuvík í Vesturbyggð hinn 18. september. Hann var einn á ferð.

Ferðamaðurinn finnst ekki enn

Leita að Christian um helgina

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert