Hefur gengið áfallalaust

Hvalfjarðargöngunum var lokað yfir helgina vegna malbikunarframkvæmda.
Hvalfjarðargöngunum var lokað yfir helgina vegna malbikunarframkvæmda. Árni Sæberg

Umferðin um Hvalfjörðinn hefur gengið vel og áfallalaust  að sögn lögreglunnar í Borgarnesi.

Hvalfjarðargöngunum var lokað á föstudagskvöldið vegna malbikunarframkvæmda en koma til með að verða opnuð klukkan sex í fyrramálið, mánudagsmorgun. 

Á þessum árstíma keyra um 11.000 bílar um göngin yfir helgi. Þeir sem áttu leið um þetta svæði um helgina þurftu að keyra fjörðinn til þess að komast leiðar sinnar.

Guðjón Sigmundsson, sem er betur þekktur sem Gaui litli, sagði í samtali við fréttastofu mbl.is að hann hefði aldrei séð aðra eins umferð um fjörðinn en Gaui rekur kaffihúsið Hvíta fálkann og Hernámssetrið í Hvalfirði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert