Icelandair skiptir um völl í Orlando

Icelandair.
Icelandair.

Í september á næsta ári mun Icelandair hefja áætlunarflug að nýju til alþjóðaflugvallarins í Orlando í stað Sanford-flugvallar en þangað hefur verið flogið síðustu árin. Flugfélagið flaug til alþjóðaflugvallarins á árabilinu 1984-2006 er skipt var um flugvöll.

Líkt og fram kemur í frétt Túrista.is um málið er Sanford-flugvöllur mun minni og um 50 km sunnar en alþjóðaflugvöllurinn, Orlando International.

Þetta staðfestir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, við mbl.is. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert