Hríð á Fróðárheiði

Það má búast við versnandi færð þegar líður á daginn.
Það má búast við versnandi færð þegar líður á daginn. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ekki er búið að kanna færð alls staðar á landinu en það eru hálkublettir á Hellisheiði og í Þrengslum en hálka á Mosfellsheiði. Nokkur hálka og jafnvel snjóþekja er á köflum á Suðurlandi, að því er segir á vef Vegagerðarinnar.

Hríð er á Fróðárheiði og snjóþekja en annars er verið að kanna færð á Snæfellsnesi. Hálka er á köflum í Borgarfirði og norður yfir Holtavörðuheiði. Snjóþekja er á Bröttubrekku og sumstaðar hálka eða hálkublettir í Dölum. Hálka eða snjóþekja er á fjallvegum á Vestfjörðum en þar er færð þó ekki að fullu könnuð.

Nokkur hálka er á Norðurlandi vestra en vegir að mestu auðir þar fyrir austan. Þó munu vera hálkublettir á Dettifossvegi og á Möðrudalsöræfum en þæfingsfærð á Hellisheiði eystri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert