Prófa aflið með blæstri allra hola

Frá Þeistareykjum.
Frá Þeistareykjum. mbl.is/Helgi Bjarnason

Álagsprófanir munu standa yfir í vetur á borholum sem ætlaðar eru til að knýja fyrsta áfanga fyrirhugaðrar Þeistareykjavirkjunar.

Á svæðinu eru nú níu borholur, þar af sjö holur sem áformað er að nýta fyrir fyrsta áfanga virkjunar. Núverandi mat á gufuafli holanna jafngildir 50 MW rafafli, en prófanirnar sem hófust nýlega og standa fram í júní á næsta ári munu segja til um hvert raunverulegt afl þeirra er.

„Álagsprófunin gengur út á að láta allar holur á svæðinu blása samtímis í lengri tíma og líkja þannig eftir orkuvinnslu virkjunar. Tilgangur prófananna er að sjá hvernig svæðið svarar slíkri gufunotkun. Sannreynt er að holur standi undir því gufumagni sem þarf til að knýja eina aflvél. Með þessum prófunum er reynt hvort svæðið standi undir fyrirhugaðri vinnslu á sjálfbæran hátt,“ segir Valur Knútsson, sem er yfirverkefnisstjóri Þeistareykjaframkvæmda Landsvirkjunar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert