Stálu rúmlega 100 hjólbörðum

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar innbrot og þjófnað á rúmlega 100 hjólbörðum sem kunna að verða boðnir til sölu. Er fólk beðið að vera vakandi fyrir því að kaupa ekki hjólbarða sem kunna að vera þýfi.

Lögreglan segir á facebooksíðu sinni, að viðurlög og refsing sé við vísvitandi kaupum á þýfi. Lagt er hald á það ef það finnst.

Þeir sem kunna að búa yfir upplýsingum um hjólbarðaþjófnaðinn eða sölu á hjólbörðum sem ætla má að geti verið úr umræddu innbroti eru beðnir að hafa samband við Lögreglustöð 4 í síma 444-1180 eða senda póst á abending@lrh.is.

Umræddir hjólbarðar eru af eftirfarandi tegund og stærð:

185/65R15 92T NOKIAN WR D3 CC))71
245/70R16 111T XL ROTILVA AT CE )) 72
225/55R17 94T XL NOKIAN HKPL 7 Studded
205/50R17 93T NOKIAN HKPL XL 7 Studded
265/50R20 111T NOKIAN HKPL 7 SUV XL Studded
235/55R17 103 XL NOKIAN HKPL 8 SUV Studded
175/70R13 NOKIAN Nordman 5 82T
205/70R15 NOKIAN Nodrman 5 100T XL
225/60R17 NOKIAN Nordman 5 SUV 103 XL
 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert