Ætla að mæta vopnuð til mótmæla

Vatnsbyssuslagur.
Vatnsbyssuslagur. mbl.is/ÞÖK

„Endilega mætið með sem kraftmestar byssur svo við getum dritað almennilega á þá,“ segir í kvaðningu til mótmæla vopnavæðingar lögreglunnar íslensku. Kvaðningin var birt á samfélagsvefnum Facebook og er ætlast til að mótmælendur mæti að lögreglustöðinni við Hverfisgötu vopnaðir vatnsbyssum.

Til mótmælanna er efnt vegna frétta af 150 vélbyssum sem ríkislögreglustjóri fékk að gjöf frá Noregi en þeim verður dreift á lögregluembætti víðsvegar um landið. Þá er það undir lögreglustjórum komið hvort þeir geymi vopnin á lögreglustöðvum eða í lögreglubílum sínum.

Mótmælin fara fram síðdegis á föstudag og eru lokaorð kvaðningarinnar: „Og mætum öll vel vopnuð á föstudaginn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert