Engin mengun mælist á Höfn

Gasmengunarspá dagsins.
Gasmengunarspá dagsins. Af vef Veðurstofu Íslands

Brennisteinsmengunin á Höfn í Hornafirði er gengin niður. Samkvæmt mælum á staðnum mælist nú engin mengun á svæðinu, samkvæmt upplýsingum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Gasmengun frá eldgosinu í Holuhrauni berst nú til Húsavíkur, Mývatnssveitar og nærsveita. Loftgæðamælar við Mývatn eru að sýna 800 - 1200 µg/m3 eða 0,3 - 0,4 ppm og eru loftgæði því lítil þar fyrir viðkvæma.

Fólk er beðið um að loka gluggum og hækka á ofnum. Fólk sem viðkvæmt er fyrir mengun er beðið um að halda sér innandyra.

Í dag,  miðvikudag, og á morgun, fimmtudag, má búast við gasmengun frá gosstöðvunum víða á norðanverðu landinu, frá Jökuldalsheiði fyrir austan, vestur á Hvammsfjörð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert