Ísingarhætta á vegum næstu daga

Það snjóar lítilsháttar á fjallvegum norðantil og sérstaklega þó á fjallvegum  austanlands þar sem ofankoma verður þétt síðdegis og í kvöld, en í hægum vindi. Suðvestanlands lægir í kvöld með smáskúrum, en stjörnubjart á milli. Við þær aðstæður er staðbundið hætt við lúmskri ísingu á vegum, einkum seint í kvöld og nótt. Eins vestantil á Norðurlandi og Vestfjörðum í fyrramálið, samkvæmt upplýsingum veðurfræðings Vegagerðarinnar.

Það eru hálkublettir Hellisheiði og víða í uppsveitum á Suðurlandi en hálka eða snjóþekja á Suðurstrandavegi.

Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er mjög víða á Vesturlandi og Vestfjörðum.

Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja.

Snjóþekja eða hálka er víða á Austurlandi. Hálkublettir eru sumstaðar á suðausturlandi.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert