Kvöldroði á 2,8 milljónir króna

Þórarinn B. Þorláksson Kvöldroði
Þórarinn B. Þorláksson Kvöldroði Johann Agust Hansen

Verkið Kvöldroði eftir Þórarin B. Þorláksson seldist á 2,8 milljónir króna á uppboði Gallerí Foldar sl. mánudagskvöld. Það var dýrasta verkið sem var slegið á því uppboði. Kvöldroði er olíumálverk frá árinu 1916.

Að sögn Tryggva Páls Friðrikssonar uppboðshaldara var uppboðið á mánudaginn í meðallagi.

Stór mynd eftir Alfreð Flóka var slegin á 650 þúsund krónur. „Ég býst við að það sé með því hæsta sem fengist hefur fyrir Flóka,“ segir Tryggvi.

Mynd eftir Kristján Davíðsson seldist á 1,6 milljónir króna. Þá seldist mynd eftir Georg Guðna á 1,9 milljónir króna. Einstaka verk eftir hann hefur ratað á uppboð hjá Fold.

Stórt olíumálverk eftir Helga Þorgils Friðjónsson seldist á tvær milljónir króna. Eitt verk eftir Kjarval, Álfameyjar, var á uppboðinu en seldist ekki. Það var verðmetið á 1,2 til 1,5 milljónir króna. Oftast eru fleiri verk eftir Kjarval boðin upp. Á þessu ári hafa tvö verk eftir hann selst á 6 og 4,5 milljónir króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert