Leiðir til útgjalda og álags

Sigurður Ingi Jóhannsson er landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra
Sigurður Ingi Jóhannsson er landbúnaðar og sjávarútvegsráðherra mbl.is/Golli

Stjórnkerfið hefur ekki undan við innleiðingu tilskipana frá ESB og kvarta opinberir starfsmenn undan því að hafa hvorki fé né mannafla til að fylgjast með reglugerðunum.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er óánægja meðal starfsmanna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins vegna aukins álags við innleiðingu tilskipana. Það álag hafi aukist með fækkun starfsfólks.

Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, segir tilskipanir og gerðir frá Evrópusambandinu útheimta mikla sérfræðivinnu.

Ráðuneytið þyrfti að hafa „meiri mannafla og getu til þess að fylgjast með því hvaða gerðir eru í farvatninu og hverjar eru til meðferðar í sérfræðinganefndum ESB“.

Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar, segir æskilegt ef stofnunin gæti sent fulltrúa sína til Brussel vegna tilskipana í vinnslu.

„Okkar starfsfólk sækir ekki fundi í Brussel þegar reglurnar eru á vinnslustigi. Það væri mjög æskilegt að geta komið að málum... Við höfum ekki tök á því. Það er til lítið af fjármunum,“ segir Jón.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert