Reykja forðaplástra með Fentanyl

Dæmi er um að forðaplástrar með lyfinu Fentanyl séu misnotaðir …
Dæmi er um að forðaplástrar með lyfinu Fentanyl séu misnotaðir af fíklum hér á landi. Wikipedia

Dæmi er um að forðaplástrar með lyfinu Fentanyl séu misnotaðir af fíklum hér á landi. Plástrunum, sem eru lyfseðilsskyldir og aðallega notaðir innan sjúkrahúsa hér á landi, er breytt í duft og er það reykt með öðrum efnum, til að mynda maríjúana og grasi.

Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á sjúkrahúsinu Vogi, segir að svo virðist vera sem lítið sé um að plástrarnir séu reyktir hér á land.

Hann segir efnið afar hættulegt, hættulegara en önnur vímuefni sem eru misnotuð hér á landi. Af þeim sem koma til meðferðar á Vog er það einkum yngsti hópurinn sem talar um efnið.

Geta fengið hættulega mikið af efninu

Um er að ræða verkjastillandi lyf í plástraformi. Lyfið er skylt morfíni og hefur það sterka verkjastillandi verkun auk slævandi áhrifa. Plástrarnir eru til dæmis notaðir við langvinnum verkjum, t.d. af þeim sem eru í krabbameinsmeðferð eða jafnvel í líknandi meðferð. Lyfið er lyfsseðilsskylt og einna helst notað af sjúklingum sem dvelja á sjúkrahúsum.

Efninu er ekki dreift jafnt í forðaplástrinum og fæst því mismikið efni úr hverjum hluta plástursins ef hann er klipptur í ferninga.

Þeir sem reykja plástrana geta því fengið bút þar sem er hættulega mikið af efninu, en plástrarnir eru bæði seldir í heilu lagi og í bútum af fíkniefnasölum. Plástranir eru jafnvel misnotaðir þegar sjúklingur hefur notað þá en þá er enn efni í plástrunum.  

Fíkniefnasalar dæmdir fyrir manndráp af gáleysi

Þórarinn bendir á að dæmi séu um að erlendis hafi fíkniefnasalar verið dæmdir fyrir manndráp af gáleysi fyrir sölu á efninu. Morfín, OxyContin og Fentanyl eru efni sem misnotuð eru hér á landi en þar af er Fentanyl langhættulegast.

Ekki er hlaupið að því að fá plástra sem þessa, enda eru þeir lyfsseðilsskyldir og aðeins ávísað í sérstökum tilvikum. Plástrunum er því stolið, sjúklingar lána þá eða gefa og komast þeir að lokum til fíklanna sem misnota þá.

Þórainn segir að verulega hafi dregið úr vanda vegna neyslu efnisins hér á landi um og eftir árið 2000. Í dag verði starfsfólkið á Vogi ekki mikið vart við notkun þess, en þó séu alltaf einhver tilvik.

Sprautufíklarnir skipta hundruðum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert