Skiptu einum og hálfum milljarði á milli sín

Það má eflaust gera eitt og annað fyrir vinningsupphæðina.
Það má eflaust gera eitt og annað fyrir vinningsupphæðina. mbl.is/Kristinn

Ofurtalan var ein af aðaltölum kvöldsins þegar dregið var í Víkingalottóinu. Þetta þýðir að Ofurpotturinn bættist við fyrsta vinning. Tveir skiptu þessum risapotti á milli sín og fær hvor um sig rúmlega 788 milljónir í sinn hlut. 

Annar miðinn var keyptur í Danmörku en hinn í Noregi.  

Tveir voru með fjórar réttar tölur í Jóker og fá þar með vinning upp á 100 þúsund kall, annar miðinn var keyptur í Vitanum á Laugavegi 62 í Reykjavík en hinn í Kúlunni við Réttarholtsveg 1, Reykjavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert