Slydda og slabb á Reykjanesbrautinni

Lögreglan á Suðurnesjum biður ökumenn um að fara varlega á Reykjanesbrautinni en slydda og slabb er á Suðurnesjum. 

Fylgst er með umferðinni um Reykjanesbrautina og er lögreglan við hraðamælingar núna. 

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni í gærkvöldi eru hálkublettir á Hellisheiði og víða í uppsveitum á Suðurlandi en hálka eða snjóþekja á Suðurstrandavegi.

Hálka, hálkublettir eða snjóþekja er mjög víða á Vesturlandi og Vestfjörðum.

Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja og einnig skafrenningur á fjallvegum á norðausturhorni landsins.

Snjóþekja eða hálka er víða á Austurlandi en þungfært á Breiðdalsheiði og ófært á Öxi. Greiðfært er frá Reyðarfirði og áfram með suðausturströndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert