Stéttarfélögin stofni leigufélög

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra.
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Félags- og húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttir, hvatti forsvarsmenn stéttarfélaga sem sátu þing ASÍ í morgun til að velta fyrir sér hvort komi til greina að stéttarfélögin stofni leigufélög án gróðarsjónarmiða. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, flutti einnig ávarp við upphaf þingsins

Sagði hún félögin hafa reynsluna, þau hefðu árum saman rekið leigufélög gegnum orlofssjóðina og þekki hvernig staðið er að þessu. „Ég vil biðja ykkur að ígrunda þessi mál vel, ekki síst félögin á höfuðborgarsvæðinu, þar sem þörfin er mest,“ sagði Eygló.

Eygló velti einnig fyrir sér af hverju væri ekki hægt að semja um sérstakt framlag í húsnæðissjón á vegum verkalýðsfélaganna til uppbyggingar á leiguhúsnæði fyrir félagsmenn.

Núverandi kerfi of kostnaðarsamt

„Innleiðing starfsgetumats er liður í endurskoðun almannatryggingakerfisins þar sem horft er til starfsgetu fólks frekar en vangetu. Í samvinnu þurfum við að meta hvernig við þurfum að breyta kerfinu heilstætt til að ná settum markmiðum,“ sagði Eygló.

Hún sagði að allir væru sammála um mikilvægi atvinnutengdrar starfsendurhæfingar. Sagðist hún þó ekki hafa farið dult með þá skoðun sína að núverandi kerfi er væri kostnaðarsamt, þá einkum í samanburði við aðra þjónustu sem ríkinu er ætlað að veita.

Atvinnulífið tilbúið að axla ábyrgð?

„Spyrja má, hver er hinn raunverulegi árangur til framtíðar ef engin störf eru í boði fyrir fólk með skerta starfsgetu,“ sagði Eygló. „Er atvinnulífið reiðubúið að axla þá samfélagslegu ábyrgð sem sem felst í því að ráða til starfa fólk með skerta starfsgetu.“

„Svörin hafa verið á þá leið að nóg sé af hlutastörfum. Talsmenn öryrkja segja þá mæta hindrunum á almennum vinnumarkaði, þannig að þeir fái einfaldlega ekki störf. Þetta er afleitt að mínu mati.“ sagði Eygló.

Kjósa átök þegar friður er í boði

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert